Tæknilausnir fyrir krefjandi verkefni

Alhliða þjónusta á sviði vélaverkfræði er eitt af aðalsmerkjum Mannvits. Sérfræðingar okkar hafa leyst fjölbreytt og flókin verkefni í vélahönnun meðal annars fyrir olíuiðnaðinn, efnaverksmiðjur, fiskimjölsverksmiðjur, veitur, sorp- og metangasvinnslu.

Mannvit hefur komið að öllum helstu verkþáttum við undirbúning, byggingu og ráðgjöf við rekstur tengdum orkufrekum iðnaði á Íslandi. Fyrirtækið býr að sérhæfðri tækniþekkingu til að þjónusta áliðnaðinn, innanlands sem utan. Stór verkefni á sviði álvinnslu eru unnin í samstarfi við HRV verkfræðistofu, sem er að meirihluta í eigu Mannvits.

Verkefni

Verkefni tengd umhverfisvænum orkugjöfum, metani, lífetanóli, lífdísil og vetni eru meðal áskorana sem við tökumst á við. Sérfræðingar okkar hafa einnig unnið að þróun nýrra tæknilausna í umhverfisvænni orkuvinnslu (Kalina-tækni og ORC-rafstöðvum) ásamt gasvinnslu og jarðgerð úr lífrænum úrgangi, sorpi og fleiru.

Skoða fleiri verkefni

Mannvit leggur mikla áherslu á öfluga verkefnastjórnun og verkefnagát. Á þann hátt bætir fyrirtækið verkefnaskil þar sem tíma- og kostnaðaráætlanir halda.

Þjónusta

„Samhliða uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Ísland hefur byggst upp mikil tækni- og verkþekking hjá Mannviti. Sú þekking nær til undirbúnings verkefna, framkvæmda og reksturs í krefjandi umhverfi ört vaxandi iðnaðar.“

Hafa samband

Tryggvi Jónsson

Framkvæmdastjóri markaðar

tj@mannvit.is